SEO

August 7, 2009

Björk fagnaði fullveldi Grænlands á frumsýningu tónleikamyndarinnar Volta - for theresa fennell (badass shit from Iceland - VOLTAIC)


Björk fagnaði fullveldi Grænlands á frumsýningu tónleikamyndarinnar Volta

bjork.jpgBjörk Guðmundsdóttir stjórnaði ferföldu húrrahrópi frumsýningargesta fyrir fullveldi Grænlands þegar hún kynnti tónleikamynd sína Volta, Live in Paris í Háskólabíói í dag.

Hún sagðist ekki hafa átt von á því þegar hún flutti lagið fyrst árið 2007 að Grænlendingar fengju fullveldi svo fljótt. Rúmar tvær vikur eru síðan Grænlendingar öðluðust fullveldisrétt.

Lagið “Declare Independence” er meðal laga sem flutt er í tónleikamyndinni, sem tekin var í París og Langholtskirkju í Reykjavík á síðustu tónleikaferð Bjarkar og hljómsveitar hennar í fyrra og hitteðfyrra. Lagið tileinkaði Björk jafnan sjálfstæðisbaráttu Grænlands og Færeyja í ferðinni. Flutningur hennar á laginu í Sjanghæ í mars í fyrra reitti kínversk stjórnvöld til reiði, þegar hún kallaði “Tíbet! Tíbet!” í lok lagsins. Sjálfstæðissinnar í Tíbetar stóðu þá fyrir harðvítugum mótmælum gegn kínverskum stjórnvöldum, sem náðu svo hámarki síðar í þeim mánuði.

declare.jpgÍ tónleikaferðinni, sem náði til allra heimsálfa nema Afríku og tók tvö ár voru einkum flutt lög af síðustu tveimur hljóðversplötum Bjarkar, Volta og Medulla.

DVD diskur með tónleikamyndinni er jafnframt hluti af safninu Voltaic sem Björk gaf út í gær. Í safninu eru fjórir diskar með tónleika-,  hljóðvers- og endurblönduðum útgáfum laganna úr ferðinni.


Eyjan » Björk fagnaði fullveldi Grænlands á frumsýningu tónleikamyndarinnar Volta